Hvað er að fólki ?

Hvað fær fólk til að láta taka sig í rassgatið á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu ? Það er hægt að fá nóg að gera út á landi þar sem lífið er rólegra og miklu betra. Þar er fasteignaverðið ekki eins og á tunglinu. Fyrir mitt 200 fermetra hús fengi ég kannski 70 fermetra kompu í kjallara í vonlausu hverfi og til hvers ? Jú til að vera nær Kringlunni. Komið nú út úr bullinu það er ennþá séns hjá ykkur.

Þetta hlýtur að fara að verða sárt.....


mbl.is Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði hækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgi Lárusson

Já, þetta er sárt. (segir ungur fjölskildufaðir búsettur á höfuðborgarsvæðinu). En ég er heppinn, við hjónin erum með tekjur yfir meðaltali og ráðum við að borga af dýru húsnæði þó að sárt sé, hvað mega þá hinir segja...

Sævar Helgi Lárusson, 21.6.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Framboð og eftirspurn ráða þessu verði.  Ef eftirspurnin væri meiri úti á landi myndi verðið hækka (eins og hefur gerst í Hveragerði og Selfossi).

Snorri Örn Arnaldsson, 22.6.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ingólfur, heldur þú að það sé hægt að snúa dæminu við nei ég held ekki.
það þykir svo cool að spóka sig í ruglinu í R. Fólk veit ekki hvað það er að missa af, t.d. að ala upp börnin sin úti á landi, menningarlífið og marga fleira.
Það ætti bara að prófa í eitt ár og sjá til.
Framboð og eftirspurn ráða að sjálfsögðu miklu um verð á húsnæði, en samt er það ódýrara úti á landi fer reyndar eftir því hvar á landinu það er.
Verð á einbýlishúsum hér á Húsavík er t.d.helmingi lægra en á sambærilegum
húsum í R. og svipað t.d. í  Suðurnesjabæ. Fólk ætti bara að hugsa sinn gang.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2007 kl. 19:02

4 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Guðrún, verðið er lægra úti á landi vegna þess að eftirspurnin er ekki meiri en hún er.  Ef eftirspurnin á húsnæði væri svipuð í Húsavík eins og í 101 Reykjavík, þá væri verðið sambærilegt.  Svona virka markaðslögmálin.

Snorri Örn Arnaldsson, 23.6.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband