14.6.2007 | 15:41
Snillingar hjá landhelgisgæslunni.
Í dag var ég að fylgjast með Gæsluþyrlunni TF- Sif að störfum í Skutulsfirði. Slysavarnaskóli sjómanna var þar við æfingar ásamt þyrlunni. Það er ótrúlegt að sjá hversu mikið vald þessir menn hafa á vélinni og hvað þeir eru þaulæfðir. Vegna seinkunnar á flugi Flugfélagsins gat ég horft á í dágóða stund. En svo kom að því að fokkerinn kom og ég gat sótt pakkann sem ég var að bíða eftir. Þegar ég kom á flugvöllinn var þyrlan lent og inni hitti ég Bolvíkinginn Jens Þór Sigurðsson sem er flugmaður hjá landhelgisgæslunni, og gat spjallað við hann í smá stund. Það er á hreinu að þeir fá ekki betri mann en Jens, rólegur og yfirvegaður og á örugglega eftir að standa sig vel í þessu starfi. Það hlýtur að vera traustvekjandi fyrir sjómenn á Íslandsmiðum að vita að þyrlurnar eru til reiðu hvenær sem er, ef neyð steðjar að. Þessir menn eru sannir snillingar.
Hetjur háloftanna.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.