Frítt í sund.

sundErum stödd í borginni síðan fyrir helgi. Það hefur verið mjög gott veður og því hafa sundstaðir borgarinnar verið vinsælir. Það sem hefur komið mér á óvart er að hér í er hvergi frítt fyrir börn, eins og hjá Ísafjarðarbæ. Það eru stórir peningar hjá fólki sem fer mikið í sund. Þess heldur borga Íslandssaga og Klofningur í sund fyrir sitt starfsfólk þannig að maður er ekki vanur að þurfa að taka upp veskið þegar maður fer í sund. Allir í sund á Suðureyri.

Flott framtak hjá Ísafjarðarbæ.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bolungarvíkurkaupstaður býður öllum börnum 15 ára og yngri í sund allt þetta ár í tilefni af 30 ára afmæli sundlaugar Bolungarvíkur.

Vil benda Ingólfi varabæjarfulltrúa á það að ekkert er frítt það er bara spurning hver tekur að sér að borga.

Gunnar Halls

Gunnar Hallsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Gunnar.

mér er vel kunnugt um að það þarf einhver að borga. Það er bara ekki það sem fólk er að hugsa um þegar það fer í sund með fjölskylduna. Ef það er frítt fyrir börn þá aukast líkurnar á að foreldrarnir fylgi með, ekki satt. Reykjanesbær var fyrstur með þetta fyrir tveimur árum og þar jukust tekjurnar eftir að 16 ára og yngri fengu frítt.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.6.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband