12.6.2007 | 21:31
Harmagrátur Stjórnarandstæðinga.
Frá því að kosið var 12 maí hefur Guðni Ágústsson verið með ákveðið dagblað undir hendinni, og sagt að þar sé unnið markvist að því að sverta Framsóknarflokkinn. Baugsmafían gaf út heilt blað með áróðri gegn Framsókn og þess vegna fór sem fór. Eitthvað hefur Guðni skoðað úrslit kosninganna betur því á miðstjórnarfundi flokksins um helgina sagði hann að Framsóknarmenn yrðu að líta í eigin barm varðandi úrslit kosninganna. Hvað breyttist ? það hefur líka verið skondið að heyra Framsóknarmenn tala nú eins og þeir hafi ekki komið að landstjórninni undanfarin ár. Valgerður er farinn að gráta sama sönginn og Steingrímur Joð, varðandi stríðið í Írak. Þetta bréf sem hún var að spyrja um í dag hefði hún getað verið búin að skrifa fyrir löngu, ef hún hefði haft minnsta áhuga á því.
Sami söngurinn verður hjá hinum stjórnarandstöðuflokkunum og var á síðasta kjörtímabili. Kvótakerfið er það eina sem kemst fyrir í kollinum á Frjálslyndaflokknum, það er ekki líklegt að það breytist nokkuð úr þessu. Vinstri Grænir geta ekki talað um neitt nema umhverfisvernd og Íraksstríðið. Hvernig getur verið svona erfitt fyrir fólk sem á að teljast sæmilega vel gefið að átta sig á því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er við völd þá verður ekkert bakkað með þetta Íraksmál. Það er búið að gefa það út að þetta voru mistök, en miðað við gögn sem stuðst var við þá var þetta í lagi. Það stendur ekki til að fara af listanum yfir þau lönd sem studdu innrásina í Írak. Mér sýnist á þessum fyrstu dögum þingsins að þessi stjórnarandstaða verði frekar máttlaus, og ég held að Steingrímur sé orðinn þreyttur og klári ekki kjörtímabilið. Hvað varðar Framsókn, þá logar þar allt í illdeilum enn og erfitt verður fyrir Guðna að sætta menn þar. Það er ljóst að stjórnarandstaðan er nokkuð sátt við stjórnarsáttmálann úr því að hún ætlar að nota sömu mál og á síðasta kjörtímabili.
Slöpp stjórnarandstaða......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.