Bæjarstjórinn og Íbúðalánasjóður.

Var að hlusta á Grím Atlason bæjarstjóra í Bolungavík í kvöldfréttum þar sem hann var að skamma íbúðalánasjóð. Sjóðurinn gerir athugasemdir að verð á húsum á landsbyggðinni sé of hátt. Telst það of hátt verð þegar fólk getur selt húsin sín, sem oft eru aleiga fólks fyrir kjallarakompu í rottuhverfi í Reykjavík. Held að það væri best að leggja þennan sjóð niður og byrja á að senda forstjórann í langt frí. Honum finnst ekkert athugavert við að hús í Reykjavík seljist langt yfir fasteignamati og fólk eigi ekki fyrir veðunum, en efa vesalingarnir á landsbyggðinni geta selt sína kofa fyrir hálfvirði þá er gerð athugasemd. Ég hef óbeit á svona kerfisrottum sem hugsa ekki upp fyrir ártúnsbrekkuna.

Leggjum Íbúðalánasjóð niður strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband