Er þetta bara kvótakerfið ?

seðlabankinnNú þegar skýrsla Hafrannsóknarstofnunnar er komin út er ljóst að þorskurinn er í lægð og skerðing yfirvofandi. Á sama tíma er hátt gengi krónunnar og vaxtastefna seðlabankans að ganga frá útflutningsgreinunum dauðum. Það er ljóst að stjórnvöld verða að taka í taumana og gera fyrirtækjum kleift að starfa áfram. Það er ljóst að ef efnahagsstefna seðlabankans verður óbreytt og þorskkvóti skorinn niður um þriðjung þá fara fjölmörg fyrirtæki í útflutningi á landsbyggðinni á hausinn á næstu mánuðum og misserum.

Er ekki komin tími til að skoða málin frá öllum hliðum.....


mbl.is Samherji frestar framkvæmdum á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég hélt þú elskaðir kvótakerfið og Sjálfstæðisflokkinn ! Hvað hefur breyst ?

Níels A. Ársælsson., 4.6.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég hef hvergi sagt, Níels að kvótakerfið væri fullkomið. Það er greinilegt að eitthvað er ekki í lagi og tímabært að málin verði skoðuð frá öllum hliðum, ekki bara með eða á móti. Ástæðan fyrir því að ég styð Sjálfstæðisflokkinn er að undanfarin ár þá hef ég ekkert séð hjá hinum flokkunum sem hugnast mér betur. Það hefur ekkert að gera með kvóta. Ég hef aldrei verið á sjó fyrir utan eina grásleppuvertíð fyrir fimmtán árum, og aldrei átt kíló af kvóta. Ef að þú undanskilur andúð þína á kvótakerfinu þá sérðu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að mörgum málum sem hafa skilað okkur í fremstu röð á hinum ýmsu sviðum, þó að vissulega sé alltaf hægt að gera betur á öðrum.

Ingólfur H Þorleifsson, 4.6.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband