27.5.2007 | 09:20
Hvítasunnudagur
Í dag verða fermd fjögur börn í Suðureyrarkirkju. Prestur er séra Karl V Matthíasson alþingismaður. Það eru nú kominnokkur ár síðan ég fermdist í Hólskirkju í Bolungavík 22 maí 1986. Klæddur í grá jakkaföt með græna slaufu og mittislinda. þetta var á Duran Duran tímanum og að sjálfsögðu var maður með sýtt að aftan. Þetta var fallegur dagur, glaða sólskin og flott veður. Þann dag var sko ekki verið að spá í veðrið enda margt sem fangaði hugann. Það sem eftir er af gjöfunum nú er rafmagnsgítarinn frá mömmu og pabba, Bók um Ísland frá Ebbu og Högna á Ósi og ullarteppi frá Sveina og Stellu. Þetta var skemmtilegur dagur í minningunni. Það skal þó viðurkennt að á þessum tíma var maður ekki mikið að spá í kristna trú heldur eitthvað allt annað.
Gleðilega hvítasunnu.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.