Fyrstu vél til Englands.

ESGHeld að Eiður ætti að fara hið snarasta frá Barcelona, og í lið þar sem hann fær að spila. Þessi leikur í kvöld var vægast sagt hundleiðinlegur og leikmenn Barca voru grófir og leikaraskapurinn í þeim er fyrir neðan allar hellur. Held að það væri ekki rétt fyrir Eið að vera þarna áfram. Hann verður að spila reglulega. Í fréttum er talað um nokkur lið á Englandi sem hafa áhuga á að kaupa Eið. Vonandi að það gangi eftir og við fáum að sjá hann spila reglulega.

Goaljohnsen.....


mbl.is Barcelona lagði Getafe - Eiður kom ekkert við sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Af hverju ætti hann að flytja sig?  Viltu að hann fari að spila með miðlungsliðum eins og Fulham eða Portsmouth?  Þú hefur greinilega engan metnað fyrir hans hönd, svo einfalt er það! 

Gefur þetta okkur ekki kannski vísbendingu um það hann að sé aðeins þokkalegur knattspyrnumaður á alþjóðalegum mælikvarða, en ekki sá besti í heimi...á Íslandi?

Guðmundur Björn, 26.5.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er alveg ljóst að með liði sem væri solid í Ensku úrvalsdeildinni þar sem hann fengi að spila reglulega yrði hann betri knattspyrnumaður. Það er ekki gott fyrir neinn leikmann að sitja á bekknum alla leiki. Þetta hefur ekkert að gera með metnað minn fyrir hans hönd. Hann hefur metnap til að spila og ef hann fær ekki að spila með Barcelona þá á hann að fara annað. Hann hefur sýnt það oft að hann er meira en þokkalegur leikmaður.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.5.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Hann verður aldrei betri leikmaður með Fulham eða Portsmouth.  Hann er svona góður (eins og okkur finnst), vegna þess að hann er að spila með mönnum eins og Deco, Ronaldinho, Messi, Zambrotta og Eto'o. Það er bara þannig að menn verða betri þegar þeir eru að spila með heimsklassa liði og leikmönnum.  Þeir eru ekki til staðar í Fulham, Portsmouth, Tottenham, Everton eða West Ham.

Guðmundur Björn, 26.5.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það metnaður að sitja á varamannabekk Guðm.Björn? Auðvitað á hann að flytja sig, það sættir sig enginn klassa leikmaður  við að vera varaskeifa til lengdar

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2007 kl. 05:08

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Hann sagði nú sjálfur að mig minnir, fyrir nokkrum árum þegar Tottenham var að spyrja út í hann, að metnaður hans lægi hjá stærri liðum.  Nú á ég spænskan vin, Börsung, sem segir mér að kaupin á Eiði hafi verið "strategísk" og er honum ætlað stærra hlutverk í framtíðinni.  Þeim vantaði breidd og mann eins og Eið.  Engar óánægjuraddir eru í Barcelona um hans frammistöðu þar, þetta tímabilið, Óánægjuraddirnar eru bara á Íslandi, en þar jú vitum við alltaf best hvar hann á að vera?

Gunnar: Eiður er auðvitað góður leikmaður á alþjóðlegum mælikvarða, en ertu að setja hann í sama gæðaflokk og Ronaldinho, Messi, Kaká, Gerrard?

Guðmundur Björn, 27.5.2007 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband