26.5.2007 | 11:39
Svartur sjór af síld.
Það eru margir sem muna enn eftir því fjöri sem var á síldinni í gamla daga. Botnlaus vinna og lítill svefn en þó var alltaf tími til að fá sér snúning að loknum erfiðum vinnudegi. Spekúlantarnir löbbuðu um planið og fylgdust með að allt væri í lagi. Þeirra ábyrgð var mikil og allt valt á að gott verð fengist fyrir síldina. Þessir menn voru annaðhvort eins og kóngar eða þá þeir töpuðu öllu, og þá fékk fólk ekki borgað.
Það er ljóst að þessi ævintýri koma aldrei aftur. Þau skip sem nú veiða síldina eru svo stór að þau taka í einu kasti það sem að litlu bátarnir voru að taka alla vertíðina.
Síldin er í dag að mestu leyti fryst um borð í vinnsluskipum og verðið hámarkað þannig. Þó svo að norsk íslenska síldin komi inn í landhelgina þá verða síldarævintýrin ekki endurtekin.
Þá löndum við síldinni sitt á hvað á Dalvík og Dagverðareyri.....
Það er síld! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.