22.5.2007 | 11:20
Ekki góð lausn.
Ekki er ég nú sammála félaga mínum Halldóri ef að aftur á að fara þá leið að mismuna fyrirtækjum á svæðinu með því að úthluta öllum byggðakvótanum á eitt fyrirtæki sem hin eru í samkeppni við. Það er ekki til að auka áhuga þeirra sem eru þó enn að brasa við að starfa í greininni á svæðinu. Hvers vegna eiga þau fyrirtæki sem eru í fullum rekstri að berjast við fyrirtæki sem er styrkt með öllum byggðakvóta svæðisins, og getur boðið á móti í fisk á markaði með niðurgreiðslum í formi byggðakvóta. Þær 250 milljónir sem Fjölnir fékk í formi byggðakvóta hefðu nýst öllum frystihúsum jafn vel. Það er örugglega hægt að gera þetta á annan hátt en svona.
Styrkjum ekki eitt fyrirtæki til að veikja annað.....
Hugmynd um að almenningshlutafélag kaupi aflaheimildir Kambs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.