21.5.2007 | 16:41
Hvað gerir ný ríkisstjórn í málefnum landsbyggðarinnar ?
Nú þegar ný ríkisstjórn er að komast á koppinn þá eru margir sem spá í hvað verður öðruvísi en síðustu 12 ár. Málefni landsbyggðarinnar hafa verið í fréttum undanfarið, og þá aðallega vestfjarða. Það er alveg ljóst að við sitjum ekki við sama borð í hinum ýmsu málum þó svo að vissulega hafi mörgu miðað í rétta átt á síðustu árum. Í málefnasamningi síðustu ríkisstjórnar var talað um að flytja opinber störf út á land. Því hefur verið fylgt eftir að vissu marki, en hingað til vestfjarða hafa ekki komið nógu mörg störf á síðustu árum. Það er öllum ljóst að fullt af störfum er hægt að vinna á landsbyggðinni eins og í Reykjavík. Flutningsgjöld eru of há í dag. Vextir eru of háir, Krónan er of sterk. Þau framlög sem sveitarfélögin eru að fá frá ríkinu eru allt of lág. Fjölmörg sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman vegna þess að tekjur eru allt of lágar. Þeir einstaklingar sem aðeins hafa laun af fjármagnstekjum borga ekki skatt til þess sveitarfélags sem þeir búa í heldur til ríkisins, þessu þarf að breyta strax. Það verður væntanlega nýrrar ríkisstjórnar að ákveða hvernig eða hvort á að styrkja landsbyggðina eða flytja alla á mölina, kannski er það bara rétt í stöðunni eins og mál eru nú.
nú er komið að okkur.....
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.