13.5.2007 | 10:35
Sigur Sjálfstæðisflokksins.
Mikið er nú gaman að vakna eftir stuttan svefn og sjá að úti er glaða sólskin. Kosningarnar eru búnar og niðurstaðan er að Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga ásamt Vinstri grænum. 25 þingmenn eftir 16 ára stjórnarsetu er frábært, og viðurkenning á störfum sjálfstæðismanna undanfarin ár. Í norðvestur kjördæmi fáum við þrjá og það er mikið gleðiefni að Einar Oddur sé inni sem kjördæmakjörinn því það voru ekki margir sem töldu það fyrir nokkrum mánuðum, miðað við að það var fækkað um einn kjördæmakjörinn þingmann hér.
Vinstri grænir bæta við sig fjórum mönnum og verður það að teljast giska gott ef tekið er mið af þeirra"á móti" pólitík.
Samfylkingin tapar tveimur mönnum en væntanlega tekst Ingibjörgu Sólrúnu að túlka það sem sigur. Össur Skarphéðinsson tekur hana í nefið og fær fimm menn í sínu kjördæmi á meðan formaðurinn fær þrjá. Björgvin G Sigurðsson tapar tveimur mönnum á suðurlandi og varla getur það talist gott.
Framsóknarflokkurinn tapar fimm mönnum, sem er versta útkoma þeirra í 90 ára sögu flokksins, það er skrítið hvers vegna flokkurinn fær svona útreið eftir að hafa setið í farsælu stjórnarsamstarfi í tólf ár.
Frjálslyndiflokkurinn fær fjóra menn eins og síðast, þar af eru þrír uppbótaþingmenn. Magnús Þór og Sigurjón detta út en inn koma Grétar Mar og Jón Magnússon ásamt Kristni H Gunnarsyni sem virðist hafa níu líf í pólitíkinni. Ég setti inn blog kl hálf tvö í nótt þar sem ég sagði að Kristinn væri fallinn en hann skreið inn á endanum og því tók ég færsluna út aftur.
Íslandshreyfingin nær ekki inn manni enda ekki við því að búast miðað við kannanir undanfarið. Ómar talaði í gær mikið um þær hindranir sem þau þurftu að yfirstíga. Það hafa fleiri komið nýir inn og náð ágætis árangri þrátt fyrir þessar hindranir.
Það verður gaman að sjá í framhaldinu hvernig næsta ríkisstjórn verður.
Fólkið hefur valið áframhaldandi vöxt og velmegun.....
Athugasemdir
Tek undir með þetta hjá þér...
Reyndar tel ég sigur VG vera lítinn enda mældust þeir allt uppí 27% í könnuni og forkálfar flokksins gerðu sér vonir um amk 20%.
Við fáum umboð til þess að mynda næstu stjórn og það verður að teljast ansi líklegt að sú stjórn verði milli S og D. Annað sér maður ekki fyrir sér.
Örvar Þór Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 11:41
Talandi um að fjarlægja færslur, afhverju fjarlægðiru færslurnar um Jakob, kvótasvindlið og Sölva Bjarnason BA?
Ársæll Níelsson, 13.5.2007 kl. 16:21
Það er gleðilegt hvað þú ert áhugasamur um min mál Ársæll. Ég sá að þú hefur tekið að þér að vera kynningafulltrúi fyrir mig. Eg ákvað eftir að mis gáfaðir frambjóðendur Frjálslyndaflokksins voru að tjá sig um skrif mín að hafa samband við Jakob og eftir það sé ég hvernig er í pottinn búið í þessu. og það er eins og við mátti búast að ekki er allt sem sýnist.
Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2007 kl. 19:48
Kannski ekki svo áhugasamur um þín mál hinsvegar vekja sum skrifa þinna áhuga minn og ég efast um að þú takir það inná þig þó ég svari einstaka færslu.. Varðandi kynningarfulltrúa-titilinn sem þú hefur veitt mér, þá var ég forvitinn að sjá hvort Sigurjón myndi svara þessari tilteknu færslu þinni. Hefði haft gaman af að sjá hvað hann hefði við henni að segja.
Jakob hefur þá sýnt þér ljósið og þú ekki lwngue á þeirri skoðun að hann sé glæpamaður og óvinur sjávarbyggðana heldur sé það kvótakerfið sem er gallað?
Ársæll Níelsson, 13.5.2007 kl. 20:22
Ég hef aldrei sagt að Jakob væri glæpamaður eða óvinur sjávarbyggða. Skoðannir mínar á kvótakerfinu hafa ekkert breyst og ég veit mörg dæmi um hvernig er hægt að vinna sig upp í þessu kerfi. Mjög gott dæmi er hér á Suðureyri þar sem fjárfest hefur verið fyrir stóra peninga, en ég á ekki að þurfa að segja þér þetta Ársæll því þú veist þetta jafn vel og ég. En ef þú ekki veist þetta þá eru hæg heimatökin hjá þér að kynna þér málið. Varðandi færsluna hefur Sigurjón varla viljað tjá sig mikið um þessi skrif sín. Þetta var bara hans skoðun þegar það hentaði, en svo er ekki lengur.
Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.