11.5.2007 | 20:59
Er Indriði orðinn alveg ruglaður.
Enn á ný er reynt að halda því fram að skattar hafi hækkað undanfarin ár, þrátt fyrir að skattalækkanir undanfarinna ára hafi verið með þeim allra mestu sem um getur. Nú síðast er það Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, sem fer fram með slíkar yfirlýsingar á vefsíðu sinni. Það er nokkuð ljóst hvað Indriða gengur til, en tölurnar tala sínu máli.
Það er gott að hafa eftirfarandi staðreyndir í huga:
- Tekjuskattur einstaklinga hefur verið lækkaður úr 33,15% árið 1995 í 22,75% í ár, sem er lækkun um 10,4 prósentustig.
- Eignarskattur einstaklinga, sem nam 1,45% af hreinni eign 1995, hefur nú verið felldur niður. Þetta kemur sér ekki hvað síst vel fyrir ellilífeyrisþega.
- Sérstakur tekjuskattur, oft ranglega nefndur hátekjuskattur en var í reynd skattur á millitekjur, hefur verið felldur niður, en hann var 5% árið 1995.
- Persónuafsláttur hjóna hefur nú verið gerður að fullu millifæranlegur í stað þess að vera 80% millifæranlegur 1995.
- Veruleg hækkun skattleysismarka, úr rúmum 58 þúsund krónum árið 1995 í 90 þúsund krónur í ár.
- Skattfrjálst lífeyrisiðgjald hefur farið úr 1,5% 1995 í 8% í dag.
- Barnabætur hafa einnig verið hækkaðar verulega á undanförnum árum. Ótekjutengdar barnabætur námu rétt rúmum 30 þúsund krónum árið 1995 en eru 56 þúsund krónur í ár. Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað um 96% frá árinu 1995 og skerðingarhlutfall hefur verið lækkað. Einnig verða í ár teknar upp greiðslur barnabóta til foreldra 16 og 17 ára barna.
- Lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 14% í 7%.
- Niðurfelling vörugjalda af matvælum.
- 40% lækkun tolla af innfluttum kjötvörum.
- Virðisaukaskattur af veitingaþjónustu lækkaður úr 24,5% í 7%.
- Tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 30% í 18%.
Ekki veit ég hvar Indriði hefur verið síðustu ár.....
Athugasemdir
Ingólfur, þú ert ágætur varðhundur. Þeir sem best eru til þess fallnir fá fæstir heilablóðfall né heilahristing. Allt um það, ég veit að þér líður vel og það er gott. Hvað eru tveir plús tveir? Þú þarft ekki að svara fyrr en á morgun!!!
Elli (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:26
Það besta sem gerist í þessum kosningum er að sjálfstæðisflokkurinn fari úr ríkisstjórn.
Sjálfstæðisfólk sér hlutina í allt öðru ljósi en heilbrigt, skynsamt fólk.
Sjálfstæðisfólk er heilaþvegið af "Toppnum" og hagar sér eins og ofstækis-söfnuður. Hefur ekki hundsvit á pólitík. Kjósum ekki XD það mun vera svakalegt að kalla það yfir sig. Við myndum koma til með að lifa hörmungatíma nái þeir setu í Ríkisstjórn.
Margret Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 01:38
Ég veit að það getur verið erfitt að höndla sannleikann. þetta eru bara opinberar tölur sem allir geta fengið uppgefnar hjá viðkomandi stofnunum. Hvað varðar ummæli Margrétar um að Sjálfstæðisfólk hafi ekki hundsvit á pólitík þá er 35-40% fylgi sönnun þess að við höfum akkúrat vit á pólitík. Fólk treystir Sjálfstæðisflokknum best af öllum flokkum. Ekki furða ef maður skoðar áherslur vinstri flokkanna.
Ingólfur H Þorleifsson, 12.5.2007 kl. 08:24
Ingólfur, það er tvennt í þessari samantekt sem kemur alls ekki vel út fyrir ríkisstjórnina:
Það er ekki hægt að bera tölurnar frá 1995 og 2007 saman án þess að núvirða eldri tölurnar. Nú er ég ekki með það á hreinu hversu mikið laun hafa hækkað í prósentum talið á þessu tímabili, þannig að ég hef ekki forsendurnar til að núvirða þessar tölur.
Það er þó alveg rétt að tölurnar sjálfar hafa hækkað, en tölur milli ára eru engan vegin samanberanlegar án núvirðingar.
Snorri Örn Arnaldsson, 12.5.2007 kl. 08:58
Núvirði skattleysismarka ársins 1995 eru rúmlega 142þ á mánuði, í dag eru skattleysismörkin í kringum 90þ sem þýðir að á 12 árum hefur skattbyrði aukist um rúm 50þ á mánuði, þ.e. 600þ á ári......
...á hverjum bitnar þetta helst, jú þeim lægstlaunuðu!
Það er rétt hjá sjöllum að ýmsir skattar hafa lækkað eða verið afnumdir, en hefur það nýst láglaunafólki....?
Hátekjuskattur afnumin, eignaskattur afnuminn, skattur á fyrirtæki lækkaður... uh uh, ég held ekki.
Ingólfur haltu áfram að ausa úr viskubrunni þínum, þú ert eitt besta vopn stjórnarandstöðunnar....
kv. af skaga
Einar Ben, 12.5.2007 kl. 18:02
Það gleður mig að geta orðið ykkur stjórnarandstæðingum að liði Einar, ekki veitir ykkur af. Þú getur reiknað eins og þú vilt en það breytir engu um að tölurnar tala sínu máli. Fólk hefur aldrei haft það betra en nú.
Ingólfur H Þorleifsson, 12.5.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.