11.5.2007 | 20:02
Ekki láta glepjast af gylliboðum stjórnarandstöðunnar !
Það er nokkuð ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hvorki geta né ætla að standa við öll þessi loforð sem þeir hafa sett fram undanfarið. Þetta eru bara ódýr boð til að fá atkvæði. Þessir frambjóðendur hafa ekki geta svarað hvernig þeir ætla að borga öll þessi loforð. Það er alveg ljóst að til að standa við þetta þurfa þeir að hækka skatta og skera niður ef þeir ætla ekki að steypa ríkisbúskapnum í stórar skuldir. Það er staðreynd að vinstri flokkarnir hafa aldrei getað stjórnað landinu nema setja allt í kaldakol. Það er líka söguleg staðreynd að engin ríkisstjórn hefur setið heilt kjörtímabil ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið að henni. það sér hver heilvita maður hvaða framfarir hafa orðið hér á landi síðustu tólf ár, hver vill skipta á framför og farsæld fyrir afturför og óstjórn. Fólk er ekki búið að gleyma síðustu vinstri stjórn.
Setjum X við D á kjördag og höldum velferðinni áfram.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.