Skemmtilegur pistill á heimasíðu Sigurjóns Þórðarsonar. Kristinn H er svikari.

Þessi skemmtilegi pistill er af heimasíðu Sigurjóns Þórðarsonar. Þar fer hann miður fögrum orðum um Kristinn H Gunnarsson. Ætli Kristinn svíki enn allt sem hann lofar strax eftir kosningar. Þetta sýnir fólki hvernig þessir menn eru.

Samkennd Kristins H. Gunnarssonar

Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að Kristinn H. Gunnarsson finni til mikillar samkenndar með félögum sínum í stjórnarliðinu og þá sérstaklega Gunnari Örlygssyni, og vissulega má hafa skilning á því að hann eigi auðvelt með að setja sig í spor Gunnars.

Kristinn H. Gunnarsson sendi frá sér pistil á dögunum þar sem hann efaðist að einhverju leyti um skilning Frjálslynda flokksins á lýðræðinu og stjórnarskránni.

Ástæðan fyrir skrifum Kristins voru að hans sögn tvö mál.

Annað var að Margrét Sverrisdóttir skrifaði umboðsmanni Alþingis málefnalegt og gott bréf þar sem óskað var skýringa á því hvort Gunnari Örlygssyni hafi verið heimilt að fara algerlega gegn vilja kjósenda Frjálslynda flokksins.

Hitt málið var um hvort réttmætt hefði verið að gera nei-takkann óvirkan í atkvæðagreiðslu í kjöri á forseta Alþingis.

Í flestum vestrænum þjóðþingum yrði sett spurningarmerki við kjör persónu þar sem maki liggur undir grun um að vera höfuðpaurinn í olíusamráðssvindli sambærilegu og átti sér stað á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að svindlað var á lögreglunni og Landhelgisgæslu á meðan Sólveig Pétursdóttir var æðsti yfirmaður þessara stofnana.

Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að Kristinn H. Gunnarsson finni til mikillar samkenndar með félögum sínum í stjórnarliðinu og þá sérstaklega Gunnari Örlygssyni, og vissulega má hafa skilning á því að hann eigi auðvelt með að setja sig í spor Gunnars. Það er auðvitað hans mál að hneykslast á því að Frjálslyndi flokkurinn vilji fá álit umboðsmanns Alþingis á svikum Gunnars við kjósendur sína en mér finnst að hann ætti að fyrst og fremst að líta í eigin barm.

Er það til eftirbreytni að alþingismaður gangi svo rækilega á bak orða sinna sem Kristinn H. Gunnarsson hefur gert í sjávarútvegsmálum?

Hann hefur alltaf sagst vilja breytingar til batnaðar á kvótakerfinu en hefur svikið það jafnharðan eftir kosningar og stutt breytingar til hins verra fyrir sjávarbyggðirnar.

Síðast setti hann minnstu handfæratrillur landsins inn í kvótakerfi þvert á eigin loforð og yfirlýsingar. Þessi aðgerð kom vestfirskum byggðum afar illa.

Á íslensku heita gjörðir hans svik.

Kristinn leikur stöðugt tveim skjöldum. Hann var á móti innrásinni í Írak en styður ríkisstjórn sem studdi árásina á Írak.

Hann var á móti fjölmiðlafrumvarpinu en styður ríkisstjórn sem barðist fyrir því.

Hann þykist vera á móti kvótakerfinu en styður það í öllum atkvæðagreiðslum í þinginu.

Hann var á móti skólagjöldum en styður ríkisstjórn sem kom þeim á.

Hann studdi Héðinsfjarðargöngin en er síðan á móti þeim þegar það hentar.

Svo má eflaust lengi telja.

 

Sunnudagur 9. október 2005

 

Hvernig er hægt að treysta þessum mönnum til að stjórna landinu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Er það ekki einmitt vegna þess að hann var á móti öllu því sem hans flokksbræður stóðu fyrir sem hann að endingu færði sig um set? Sigurjón fyrirgefur honum svo "svikin" og bíður hann velkominn í sinn flokk. Fornir fjendur farnir að vinna saman að sameiginlegum hugsjónum þjóð sinni til framdráttar.

Ársæll Níelsson, 11.5.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Af hverju hótar þú öryrkja í Sandgerði sem segir þjóð sinni sannleikann um glæpakerfið sem þú og þínir félagar hafið leitt yfir þjóðina? Þú ættir að skammast þín.

Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Hverju var ég að hóta honum?  Held að þú ættir Magnús að einbeita þér að kosningabaráttunni heldur en að vera saka fólk um eitthvað sem þú getur ekki staðið við. Ekki veitir af.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.5.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú málið Ársæll að hann studdi alltaf ríkisstjórnina þó hann segðist vera á móti, rétt eins og Sigurjón bendir svo vel á í pistli sínum.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.5.2007 kl. 13:14

5 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það er þá ágætt að hann skuli að endingu hafa séð að sér.

Ársæll Níelsson, 11.5.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband