Samfylkingin telur kaupmáttinn ekki sérstaklega háan

 kaupmattur-radstofunartekna

Staða efnahagslífsins á Íslandi er sterkari en víðast hvar annars staðar og kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur óvíða vaxið meira. Samfylkingin virðist eiga erfitt með að samþykkja þessa staðreynd og í gær skrifar Árni Páll Árnason, frambjóðandi flokksins, grein í Fréttablaðið um að Sjálfstæðisflokkurinn stundi „innistæðulaust kaupmáttargrobb“ þar sem ekki hafi verið tekið mið af „framleiðsluspennu“ í hagkerfinu þegar kaupmáttur var reiknaður.

Með ýmsum aðferðum, sem ekki verður reynt að rekja hér, kemst Árni Páll að því að þar sem „framleiðsluspennan“ hafi verið svo mikil í hagkerfinu hafi kaupmáttur undanfarinna ára ekki verið nema 3,5%, sem sé svona álíka mikill kaupmáttur og að meðaltali á seinni hluta 20. aldarinnar. Árni Páll virðist þó ekki leiðrétta eldri kaupmáttartölurnar með sömu aðferðum og hann leiðréttir þær nýjustu, en ber þær engu að síður saman. En burt séð frá þessum æfingum sýnir greinin auðvitað fyrst og fremst örvæntingarfullar tilraunir Samfylkingarinnar til að gera þann efnahagslega árangur sem náðst hefur tortryggilegan. Mikil kaupmáttaraukning undanfarinna ára þýðir að almenningur hefur miklu meira milli handanna nú en fyrr.

Fjármálaráðuneytið birti nýlega tölur um að kaupmáttaraukning hér á landi hafi verið með því mesta sem þekkist í Evrópu árin 1994-2005. Aukningin hefur verið áberandi mest hér á landi og í Noregi, eða um 60% á þessu tímabilinu en til samanburðar var hún um 40% í Finnlandi, um 20% í Danmörku og um 10% í Þýskalandi og Ítalíu.

Tölurnar tala sínu máli.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband