6.5.2007 | 20:29
Þriggja funda sunnudagur
Það er nóg að gera í kosningabaráttunni. Fyrsti fundur dagsins var morgunverðafundur á kosningaskrifstofunni með Geir Haarde og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi. Þá var fjölskylduskemmtun á Silfurtorgi þar sem meðal annars hljómsveitin Pollapönk tróð upp. Þar voru grillaðar nokkur hundruð pylsur ofan í gesti og gangandi. Veðrið var nú ekkert sérstakt og frekar kalt. Klukkan 15.00 var fundur í stjórnsýsluhúsinu með forsætisráðherra. Þar virtust flestir nokkuð ánægðir með stöðu mála og helst að kosningastjóri Samfylkingarinnar þyrfti að fá upplýsingar um stefnu Sjálfstæðismanna í hinum ýmsu málum. Deginum lauk svo í Bolungavík á fundi sem Guðmundur "Golli" Halldórsson skipulagði. Það er mín skoðun að svona fundir skili akkúrat ekki neinu sem okkur vantar. Það sem okkur vantar er að fá fólk til að flytja vestur en ekki að vera endalaust í sjónvarpinu að tala um kvað allt sé hér vonlaust. Það er undarlegt að allt sem gert er til að mæta ástandinu sé talað niður af stjórnarandstæðingum til að ná sér í atkvæði. Gott dæmi um þetta er vestfjarðaskýrslan sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið þar koma fram margar tillögur, sem allar miða að því að fjölga störfum á vestfjörðum. Nú þegar hafa verið auglýst mörg störf, og ennþá fleiri verða auglýst á næstu misserum. En viti menn fólk sem ekki er fylgjandi ríkisstjórninni keppist við að tala skýrslunna í svaðið, en hefur sjálft ekkert til málanna að leggja sem að gagni kemur. Það er ekki furða að fólk haldi að allt sé í kalda koli hér.
Tökum höndum saman.....
Athugasemdir
Heill og sæll, Ingólfur !
Vona, að þið takið öllu loforðagjálfri stjórnarflokkanna, um atvinnumál ykkar vestfirzkra, með hæfilegum fyrirvara. Þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson hugsa fyrst og fremst, um hagsmuni Suð- vesturlands, því miður; Ingólfur. Andskoti lélegt, að fólkið; við miðbik Faxaflóans líti á sig, sem einhverja herraþjóð, í landinu; gagnvart okkur, á landsbyggðinni.
Það virðist, sem tvær þjóðir búi í landinu. Vona, að þú hafir tök á, að svara mér, hér neðar á síðunni, við skrifum mínum; í gær.
Með beztu kveðjum, vestur / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:45
Það er nú einu sinni þannig að störf frá ríkinu leysa ekki allan vanda sem hrjáir atvinnulífið hér. En samt sem áður munar um hvert starf og því eru öll störf vel þegin, líka frá ríkinu. Hef sagt það áður að stór hluti þeirrar kynslóðar sem nú elst upp á mölinni hefur aldrei komið út á land og þar af leiðandi hefur hún ekki hundsvit á hvað þar er í gangi.
Bestu kveðjur að vestan.
Ingólfur H Þorleifsson, 6.5.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.