Hvar er sannfæringin nú.

oktoberfest

Steingrímur J Sigfússon nefnir bjórverksmiðju sem  hugsanlegan möguleika í stað stóriðju. þetta er skondið hjá Grímsa þar sem hann var alfarið á móti því að sala bjórs yrði leyfð á Íslandi. Einnig nefna frambjóðendur VG Bláa lónið sem dæmi um sóknarfæri. Þetta er líka áhugavert ef tekið er mið af því að Bláa lónið er affall virkjunnar og hefur verið flokkað sem umhverfisslys.

Vinstri Grænir eru í bullandi mótsögn.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Er eitthvað óeðlilegt við að Skallagrímur hafi skipt um skoðun 18 árum seinna?

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.5.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

hvað heldur þú að hann hangi lengi á stóriðjustoppinu. Ég giska á þangað til að hann fer að semja um ráðherrastól, ef til þess kemur.

Ingólfur H Þorleifsson, 5.5.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Er Steingrímur Joð ekki bara að taka þátt í sömu vinsældapólitíkinni og Samfylkingin - að segjast styðja mál sem þeir halda að almenningur sé fylgjandi? VG eru líklega orðnir jafn stefnulaust fley og Samfylkingin, haga bara seglum eftir vindum. 

Baldur Smári Einarsson, 5.5.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband