Tengdadóttir Íslands

Vildi bara óska þessari stúlku til hamingju með að vera orðin Íslendingur. Hún á það miklu meira skilið en margir sem hafa fengið ríkisborgararétt. Bara það að hún er búin að læra íslensku á einu og hálfu ári er næg ástæða fyrir mig, margir sem hafa verið hér í mörg ár tala ekki orð í íslensku. Það á að vera frumskilyrði að fólk tali málið til að fá ríkisborgararétt.

Ástkæra ylhýra.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður skynjar strax að þarna sé ljúf og gáfuð stelpa sem ætlar sér að verða Íslendingur (ekki bara á pappír). Hinsvegar get ég ekki horft framhjá því að svona flýtimeðferð sé ósanngjörn gagnvart öðrum umsækjendum, þá er ég ekki endilega að segja að hún hefði ekki átt að fá þetta samþykkt heldur bara það að kerfið okkar sé almennt ósanngjarnt. Nú er besti vinur minn innflytjandi og hefur verið hérna í 8 ár. Hann var svipað fljótur að læra málið og talar næstum eins og innfæddur í dag, hefur verið að vinna frá upphafi og ekkert vesen. Hann þurfti að bíða 7 ár og hefur nú haft umsókn inni í heilt ár en ekki fengið það samþykkt, grunar að þjóðerni hans sé eitthvað að spila inn í tafirnar.

Geiri (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband