Stórfrétt. Tap á Decode Genetics

Þetta er nú meira ruglið þetta Decode ævintýri. Tapa stórum upphæðum á ári og kenna svo ríkisstjórninni um allt vesenið. Held að þeir ættu að ráða Bjarna Ármanns til að redda sér í þessari fjármálaóreiðu.

Enika, menika, ég á enga peninga.....


mbl.is Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi meira en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er þetta með amazon.com, skilaði það fyrirtæki ekki himinháu tapi árum saman en var á sama tíma talið eitt mest vaxandi og mest spennandi fyrirtæki í heiminum? Gott ef fyrirtækið skilar enn ekki tapi, þekki það þó ekki nægilega vel.

Á meðan Kári á nógu mikið í handbæru fé til rekstrarins, þá þarf ekki að hafa áhyggjur. Fyrirtæki sem vinnur að þróun lyfja verður að sýna biðlund enda er það geysilega flókið ferli. Ef eitt lyf kemst á markað þá ætti fyrirtækinu að vera borgið og í stað þess að vera alltaf með hnútukast í garð Kára og hans ágæta samstarfsfólks, þá ættum við að standa við bakið á þeim, enda skilar fyrirtækið miklu til samfélagsins í formi mannauðs, skatttekna þeirra sem þar starfa og stuðnings víð ýmislegt þarflegt, m.a. Rjóður og annað sem stuðlar að betri aðbúnaði langveikra barna.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband