leiðinleg taktík í Kastljósi

Ekki ætla ég að verja það ef Jónína Bjartmarz hefur beitt áhrifum sínum til að þessi stúlka fengi ríkisborgararétt. Var að horfa á Kastljós frá því á föstudagskvöld. Mikið ofsalega er leiðinlegt að sjá þennan stíl sem Helgi Seljan beitir í viðtölum. Þetta er sama taktík og frambjóðrndur Samfylkingarinnar nota þessa dagana. Það er ókurteysi að grípa stöðugt fram í og leyfa fólki ekki að svara fyrir sig. Það var ekki sami kjaftur á Helga þegar Björn Ingi saltaði hann í þætti í haust og Helgi var eins og barinn rakki á eftir. Ef að fréttamenn ætla að fá svör þá þurfa þeir að gefa viðmælendum færi á að svara þeim spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Sá svo í kvöld að Össur Skarphéðinsson treystir ekki orðum síns eigin þingmanns Guðrúnar Ögmundsdóttur þegar hún segir að ekkert í gögnunum hafi tengt þessa stúlku við Jónínu.

Hvar er traustið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband