29.4.2007 | 20:15
Lokahóf KKÍ
Var á lokahófi Körfuknattleikssambandsins í gær. Frábær skemmtun þar sem körfuknattleiksfólk kemur saman og fagnar árangri vetrarins. Þar hlutu viðurkenningu þeir leikmenn sem skarað hafa fram úr á tímabilinu. Brenton Birmingham var valinn bestur í Iceland Express deild karla, frábær leikmaður sem á þetta fyllilega skilið. Mikið var nú samt leiðinlegt að heyra hann tala ensku í viðtali eftir kjörið. Maður sem er búinn að vera hérna svona lengi og orðinn íslenskur ríkisborgari á að læra íslensku. Helena Sverrisdóttir var best í kvennaboltanum og þar kemst engin með tærnar þar sem hún hefur hælana. Haukar eiga eftir að sakna hennar mikið. Mér fannst stórundarlegt að besti varnarmaður og prúðasti leikmaður í 1 deild kvenna Pálína Gunnlaugsdóttir skuli ekki vera í liði ársins, með fullri virðingu fyrir stúlkunum úr keflavík. Að lokum er ekki fallegt að sjá marga af bestu leikmönnunum í karlaboltanum með úttroðnar varir af tóbaki. Þetta munntóbak er að verða stærsta vandamál íþróttahreyfingarinnar. En samt það sem stendur upp úr eftir þennan vetur er frábærar úrslitakeppnir í öllum deildum þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu stundu. Hannes og Friðrik ásamt öllum sem hafa komið að starfinu eiga mikið hrós skilið.
Til hamingju körfuboltafólk.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.