26.4.2007 | 12:14
Hvað er glapræði ?
VG: GLAPRÆÐI AÐ EINKAVÆÐA BANKANA
Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona VG, sagði í sjónvarpi í gær að það hefði verið glapræði að einkavæða ríkisbankana og að hún sæi ekki ávinninginn af þeirri breytingu.
Þar kvað við kunnuglegan tón hjá Vinstri grænum og skemmst er að minnast ummæla Ögmundar Jónassonar um að rétt væri að fórna þotuliðinu í bönkunum fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti.
En burtséð frá því hvort menn hafi þá pólitísku sannfæringu að ríkið eigi að reka banka eða ekki, þá líta talsmenn VG ítrekað framhjá því hve bankarnir skapa mikil verðmæti fyrir þjóðfélagið - verðmæti sem nýtast til uppbyggingar í velferðarkerfinu. Sem dæmi má nefna að skattgreiðslur bankanna til ríkisins hafa t.d. rúmlega 55-faldast frá árinu 1993. Það ár fékk ríkissjóður um 200 milljónir króna í skattgreiðslur frá bönkunum en í fyrra námu þessar greiðslur 11,3 milljörðum króna, sem munar um minna.
Hrói Höttur hvað !.....
Athugasemdir
Talsmenn VG líta framhjá mörgu... en reyndu að benda þeim á þetta og good luck
Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 15:41
Jú það er ljóst að bankarnir græða á tá og fingri og ríkissjóður nýtur góðs af sem er sannarlega gott.
Það sem ekki kemur fram hjá þér er sú staðreynd að vextir hér á landi eru með þeim hærri sem þekkjast í Evrópu. Ef ég man rétt þá eru þeir svipaðir og í Rússlandi og Úkraínu. Þar sem bönkunum gengur svona frábærlega vel væri þá ekki heppilegt að lækka vextina? Í sögu þjóðarinnar hefur ungt fólk aldrei verið eins skuldsett og nú, íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu (sem við munum eflast stefna þar sem allt er á niðurleið (um 4% Bolvíkinga hefur misst vinnuna og ekki er gott að segja hvað það hefur mikil áhrif á þá sem þjónustuðu fyrirtækið áður. Ég spái því að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í hruninu og ekki hafa tillögur um bætta atvinnu á Vestfjörðum skilað nema einni hugmynd sem er til bóta og hún eflaust ekki framkvæmanleg.)). Ekki veit ég hvað þú gætir selt íbúðina þína á í dag en varla fengir þú meira en bílskúr á höfuðborgarsvæðinu fyrir söluverðið, hugsaði þér þá hvað venjuleg íbúð kostar og hvernig venjulegum launþegum gengur að borga af lánum á íbúðinni. Eflaust er þetta óheppilegt orðaval hjá þessu ágæta fólki í VG en ég ég er viss um að þetta er það sem átt er við. Það má velta fyrir sér hvað þessar 11,3 milljarðar króna hafa bætt stöðu þína sem launþega, húsnæðiseiganda og um fram allt vestfirðing.
Leynigestur (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 02:32
Ég get alveg sagt þér það leynigestur að þó að ég hefði efni á að kaupa stærsta húsið í Reykjavík þá hef ég engan áhuga á að búa þar. Það hefur heldur aldrei í sögu þjóðarinnar verið eins auðvelt hjá fólki að eignast Hús og aðra þá hluti sem það vill eiga. Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að fólk hefur misst vinnuna í Bolungarvík. Vestfjarðaskýrslan og nefndin eiga eftir að skila sér, bara núna um helgina voru fyrstu auglýsingarnar um störf sem verða til vegna nefndarinnar, 3 störf hjá Matís. Þú mátt vera svartsýnn fyrir mér en það hjálpar okkur ekki neitt.
Ingólfur H Þorleifsson, 30.4.2007 kl. 16:42
Ég hélt aldrei fram að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á hvernig fór í Bolungarvík, ég skil ekki hvernig þú getur túlkað það úr orðum mínum.
Þú mátt alveg vera áfram á þínum stað, ég er ekkert að banna þér það.
Hvað varðar að það sé auðvelt að eignast hluti þá er það rétt að sennilega hefur aldrei verið jafn auðvelt að fá lán nú. Eins og ég benti á í fyrra commenti mínu eru vextir af lánum á Íslandi himinn háir og fæst ungt fólk getur staðið undir slíku.
Ég hef nú ekki lesið þessa Vestfjarðaskýrslu. Hefur þú lesið hana?
Átt þú við að þessi 3 störf hjá Matís og þessi 5 störf sem var verið að tala um í fréttum hjá Hafró séu nægileg til að vega upp á móti þeim störfum sem töpuðust í Bolungarvík og þau sem urðu/verða fyrir margfeldi áhrifum þess? Ég átta mig ekki alveg á samhenginu þínu þarna.
Leynigestur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.