Samfylkingin tvísaga í skólamálum

Björgvin G. Sigurðsson sagði í umræðum í sjónvarpssal um menntamál í gærkvöldi að hann teldi ekki rétt að taka upp skólagjöld í framhaldsnámi í háskólum. Slíkt taldi Björgvin ekki koma til greina. Þar fer Björgvin gegn því sem hann sagði á Alþingi í nóvember í umræðum um háskólamál. Þar sagði Björgvin:

En það kemur að sjálfsögðu til greina að veita heimildir til skólagjaldstöku á einhverjar tilteknar námsgreinar eða framhaldsnám að því uppfylltu að það sé lánað fyrir náminu og jafnræðis til náms þannig að fullu framfylgt."

Sem sagt Björgvin var opinn fyrir því að opna á skólagjöld í nóvember, en rétt fyrir kosningar lýsir hann sig á móti.

 

Hvort eruð þið með eða á móti.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Hann talaði líka í hringi í gærkvöldi, því hann vildi engin skólagjöld á grunn- og framhaldsnám í háskólum, en var tilbúinn að skoða skólagjöld á sumt nám t.d. MBA nám.  MBA nám er framhaldsnám, það er opið fleirum en flest annað framhaldsnám, en það er engu að síður framhaldsnám.  Þannig að ég skil Björgvin að það eigi ekki að taka skólagjöld af framhaldsnámi, nema sumu framhaldsnámi...

Snorri Örn Arnaldsson, 25.4.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband