24.4.2007 | 15:31
Er þetta það sem fólk vill á 21 öldinni
VINSTRI STJÓRN GEFUR AFSLÁTT Á BRYTJUÐU LAMBAKJÖTI Guðmundur Magnússon rifjar upp athyglisverða frétt á heimasíðu sinni sem sýnir að tímarnir eru um margt breyttir í íslenskum stjórnmálum. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1989, þar sem fjallað er um ráðstafanir þáverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Í fréttinni segir m.a.:"Helstu breytingarnar, sem kynntar voru, eru þessar: Tekjuskattar lækka og barnabætur hækka, raunvextir lækka, mjólkurverð lækkar strax í dag um fjórar krónur lítrinn, verð á blýlausu bensíni lækkar úr 52 krónum í 50 krónur lítrinn og loks verður sérpakkað og brytjað lambakjöt boðið á sérstöku tilboðsverði sem verður 20% til 25% lægra en nú. Ólafur Ragnar, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynntu þessar ráðstafanir á blaðamannafundi í gær."
Það má gjarnan halda þessu til haga síðasta vinstristjórn ákvað ekki bara bensínverðið á fundum sínum heldur ákvað hún líka að bjóða brytjað lambakjöt á sérstöku tilboðsverði. Yfirbrytjari og valdhafi í landbúnaðarráðuneytinu á þessum tíma var Steingrímur J. Sigfússon.
Þessi hugmynd er þó langt í frá sú eina sem telst frumleg á ferli formanns Vinstri grænna. Á þessu sama kjörtímabili kynnti hann í umræðum á Alþingi um hvort leyfa ætti bjórinn þá hugmynd að hér yrði sama kerfi og í Færeyjum, þar sem að þeir einir mættu kaupa áfengi sem hefðu greitt skattana sína. Þeim sem hins vegar greiddu ekki sitt til samfélagsins, yrði ekki heimilt að kaupa áfengi!
Það er eins gott að borga skattana svo maður fái rauðvín með steikinni.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.