23.4.2007 | 16:36
Undir fölsku flaggi
HÆSTU FRAMLÖG TIL MENNTAMÁLA INNAN OECD Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar var í viðtali á Morgunvaktinni á föstudagsmorguninn. Þar hélt hún því fram að framlög til menntamála hér á landi væru lægri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þessi fullyrðing er ekki rétt enda miðar Samfylkingin í málflutningi sínum þessa dagana við gamlar tölur. Samkvæmt nýjustu tölum frá OECD er engin þjóð, að Norðurlöndunum meðtöldum, með hlutfallslega hærri framlög til menntamála en Ísland. Við höfum verið að stórhækka framlög okkar til þessa málaflokks og það má gjarnan rifja upp að nemendum á háskólastigi hefur fjölgað úr um 7500 árið 1995 í um 17000 núna. Fjöldi í framhalds- og doktorsnámi hefur margfaldast. Í nýlegum tölum frá OECD-ríkjunum kemur í ljós að hlutfall þeirra sem vinna við vísindastörf er hæst á Íslandi.
Hvernig væri að uppfæra gögnin.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.