22.4.2007 | 14:49
Suðurkjördæmi
Það er flug á D-listanum í suðurkjördæmi, fimm menn inni samkvæmt nýrri könnun. Unnur Brá er þar með á leið á alþingi. Það er frábær niðurstaða ef svo verður, ung og hæfileikarík kona. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi og missir einn mann, Það væri nú gaman að fá Bjarna Harðar á þing. SF tapar tvemur mönnum. Held að Björgvin G Sigurðsson sé að verða verri en Jón Bjarnasson, gjammandi allan tímann og grípandi fram í. Það er undarleg póítík hjá SF að gagnrýna efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar í einu orði en ætla svo að framkvæma fyrir stóra peninga. Frjálslyndir tapa sínum manni enda held ég að málfluttningur þeirra skili ekki neinu. VG ná inn manni sem er undarlegt þegar maður skoðar hvað þeir standa fyrir, afturför um tugi ára og miðstýrt kerfi þar sem ríkisstjórnin hefur puttana á sem flestum stöðum. Held að fólk sé blindað af umhverfisstefnu flokksins og sjái ekki alla gallana. Íslandshreyfingin nær ekki inn manni þau eru góð að koma með tillögur en gleyma að reikna hvað þær kosta. Það er greinilegt að fólk hefur trú á Sjálfstæðisflokknum.
Unni Brá á alþingi.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.