Skammastu þín Steingrímur J

Steingrímur J Sigfússon var í svæðisútvarpi vestfjarða nú áðan og þar sagði hann að það væri kominn tími til að hætta þessum uppgjafar og vonleysistón. Eg hafna því bara að það sé það sem heyrist hér fyrir vestan. Hér er fullt af góðum hlutum að gerast og langt frá að hér sé einhver uppgjöf eða vonleysi. Vissulega hefur hallað á okkur er kemur að fluttningskostnaði og fluttningi á opinberum störfum en það er engin uppgjöf hér, þeir sem gáfust upp eru löngu farnir í Breiðholtið. Ég stórefa að Vinstri Grænir hafi það sem okkur vantar.

Við þurfum enga ölmusu, bara það sem við eigum skilið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr Ingólfur! Nákvæmlega það sem við eigum skilið og enga vorkun. 

 Það er að minnsta kosti ekki uppgjafarhljóð í mér, enda eru ég og mínir að flytja aftur í sæluna fyrir vestan og þar með fjölga íbúum vestfjarða um FJÓRA! 

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:53

2 identicon

Rétt er það Ingó minn. Við erum á bullandi siglingu og það sést best á ykkur Súgfirðingum. Ég er bjartsýnn og hlakka til kosninganna í vor.

Gudjon M. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband