Suðureyri City

Það er fjör á Suðureyri þessa dagana. Allir bíða spenntir eftir fyrsta ferðaveiðifólkinu sem er væntanlegt. Um daginn voru auglýst fjölmörrg störf sem í boði eru við sjávarþorpið. Í kvöld var valið sæluhelgarlagið 2007 þar urðu sigurvegarar Leifur Blöndal og Halldór Gunnar Pálsson. Einnig var úthlutað umhverfisstyrk Klofnings að upphæð 1 milljón. Umsóknirnar voru 17 og fyrir valinu varð hugmynd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um útsýnispall á hafnargarði með stólum og borðum. Einnig verður við útsýnispallinn skúlptúr af konu sem horfir á hafið. Á morgun verður svo Jobbi yfirmannsi 50 ára og heldur upp á afmælið í nýuppgerðum frystiklefa Íslandssögu á höfninni.

Suðureyri það er staðurinn.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband