Rán um hábjartan dag

Dóttir mín fór til tannlæknis í gær. Hún var hálftíma í stólnum, reikningurinn var 13.000 krónur. Þetta myndi ég segja að væri rán um hábjartan dag. Það tekur verkamann á lágmarkslaunum tvo og hálfan dag að þéna fyrir þessu. Er eitthvað skrítið að tannheilsu barna hraki á Íslandi.

Græðgi er ein af höfuðsyndunum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Óhuggulegt, ekki veitir af að skipta um ríkisstjórn!

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Mátti svo sem segja sér að þið sæuð eitthvað við þetta sem gæti dregið ykkur upp úr svaðinu. Það er nefnilega svo að þó að þetta sé dýrt þá hafa nú allflestir efni á þessu, einmitt vegna þess að fólk hefur aldrei haft það betra. En ég veit svo sem hvernig ykkar lausnir væru, hafa þetta bara frítt og láta skattgreiðendur borga. Hef ekki séð eina lausn á öllum þeim ímynduðu vandamálum sem þið talið um þar sem skattgreiðendur þurfa ekki að borga kosningaloforðin fyrir ykkur.

Ingólfur H Þorleifsson, 19.4.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég er nú búin að lesa yfir þetta og stend við það sem ég sagði það er ekkert í þessum pésa sem skattgreiðendur yrðu ekki að borga. Það er einkennilegt hvað þið sem blaðrið um hagstjórnarmistök  ríkisstjórnarinnar ætlið að gera mikið ef þið komist til valda. Hafið þið ekki heyrt um þjóðhagfræði eða er staðan kannski ekki eins slæm og þið haldið fram. Það er ekkert mál að gera hitt og þetta frítt en það kemur að því að það þarf að borga hlutina og það virðist þið ekki hafa hugmynd um. Við skulum svo ekkert minnast á skuldasöfnunnina í Reykjavík eða sukkið í orkuveitunni.

Ingólfur H Þorleifsson, 19.4.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

ég veit ekki betur en að Samfylkingin hafi samþykkt eftirlaunafrumvarpið

Ingólfur H Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Karl Jónsson

Græðgi er ein af höfuðsyndunum vissulega, en á meðan tannlæknaþjónusta er ekki niðurgreidd meira af hinu opinbera en raun ber vitni eins og önnur heilbrigðisþjónusta, verður þetta alltaf svona dýrt. HUgsa að ég færi nú ekki að væna heilbrigðisstofnanir um græðgi ef röntgenrannsókn eða önnur dýr rannsókn væri ekki niðurgreidd, hugsa að ég myndi frekar ásaka kerfið en einstaklingana sem þar vinna.

Núverandi ríkisstjórn hefur horft upp á þessa þróun aðgerðarlaus í nokkur ár, eða síðan samningurinn við tannlækna rann út hjá Tryggingastofnun. Og það er alveg sama Ingólfur þó að fólk hafi ekki haft það betra en það gerir í dag, satt eða ósatt, er ekki að tjá mig um það, þá hefur fjöldi fólks ekki efni á því að fara til tannlæknis. Sem leiðir til meiri tannskemmda og dýrari meðferðar loksins þegar fólk neyðist til að fara. Þessu bara verður að bjarga og þetta er gríðarlega stórt heilbrigðisvandamál á tímum aukinnar sykurneyslu og allskonar ósiða sem hafa áhrif á tennur.

Hvað ætla sjálfstæðismenn að gera í þessu?

Karl Jónsson, 20.4.2007 kl. 11:39

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Kalli

ég veit allavega að þeir ætla ekki að lofa að hitt og þetta verði frítt og hækka svo skattana til að eiga fyrir reikningunum. Hér er stefna flokksins í velferðarmálum. Með áframhaldandi stefnu í ríkisfjármálum efast ég ekki um að þetta kemst á koppinn án skattahækkanna

Ingólfur H Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Við getum nú þakkað Össuri og Guðmundi Árna fyrir að þetta kom til fyrstu umræðu. Þó að Samfylkingin hafi kanski ekki stutt þetta mál í atkvæðagreiðslu þá hefur mér nú sýnst  þeir sæmilega feitir á eftir. Það er rétt hjá þér, ég hef ekki lagt mig fram við að kynna mér málefni Samfylkingarinnar.

Ingólfur H Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband