18.4.2007 | 12:16
Reykjavíkurmafían
Það er ótrúlaga leiðinlegt að lesa skrif ýmissa um Reykjavíkurflugvöll og hvort hann á að fara eða vera. Það sem er leiðinlegt við að lesa þetta er að fólk virðist ekki átta sig á að það erum við á landsbyggðinni sem eigum þennan flugvöll. Margir hverjir á mölinni hafa aldrei farið út fyrir bæin og halda jafnvel að Húsavík sé fyrir vestan og Egillstaðir fyrir norðan. Ef að Reykjavík á að vera höfuðborg Íslands þá verður flugvöllurinn í vatnsmýrinni og hvergi annarstaðar. Fólk á suðvesturhorninu má nú fara að átta sig á því líka að við sem búum á landsbyggðinni erum líka Íslendingar og ætlum að vera það áfram. Úr því að hægt er að byggja flugvöll á Hólmsheiði þá er alveg eins hægt að byggja hús þar. Miðbæjarrotturnar geta bara flutt sig þangað. það þarf hvort eð er ekki nema kaffihús til að hanga á til að þær séu ánægðar. Það er því fagnaðarefni að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skuli vera búinn að setja af stað undirbúning að byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni sem vonandi festir flugvöllinn í sessi um ókomin ár.
Flugvöllurinn fer ekki fet.....
Athugasemdir
Hættum bara þessu, vopnum lýðinn og stofnum sjálfstætt ríki sem mun koma til með að heita Norðvestur-Ísland.
Þar munum við aldrei þurfa að fara eftir misgáfulegum athugasemdum frá Sérfræðingum að sunnan og munum koma til með að ráða framtíð svæðisins sjálf. Þetta verður Útóbíu ríki þar sem frelsi manna verður tryggt til orða og athafna ekki bara í orði heldur á borði. Setjum upp skattalöggjöf sem verður keimlík löggjöfinni í skattaparadísum hér og þar um heiminn sem mun koma til með að tryggja okkur miklar tekjur og þar með getum við vel staðið undir öflugu almanna þjónustukerfi þar sem öllum íbúum er tryggð mannsæmandi meðferð. Gamalt fólk fær að halda virðingu sinni og ungu fólki er tryggð framúrskarandi menntun.
Þetta er kannski hugmynd, því ef fólkið fyrir sunnan vill okkur ekki, þá eigum við ekki að vera að púkka upp á það.
-gunni (sem bjó stutta stund í Reykjavík en er fluttur út á land og hefur tekið stefnu aftur heim á Ísó)
Gunnar Pétur Garðarsson, 18.4.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.