Vandi Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún gerði mikið úr nærveru Jóns Baldvins á opnu húsi Samfylkingarinnar um helgina. Jón hefur sjálfsagt getað sagt þeim hvað er að hjá flokknum, því hér er er brot úr grein hans í lesbók Morgunblaðsins um helgina þar sem Jón fer yfir stöðu mála. Þetta er mjög athyglisverð grein hjá guðföður Samfylkingarinnar.

Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að endurnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eldmóður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Samfylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykkist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kostur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl.

Miðað við þessi skrif hefur Jón Baldvin ekki mikla trú á verkefninu......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband