15.4.2007 | 21:10
Hvers vegna ekki Vinstri Grænir
Hversvegna á maður ekki að kjósa Vinstri Græna? Vegna þess að þeir hafa verið á móti öllum málum sem hafa skipt sköpum fyrir þjóðina síðustu átta ár. Þeir hafa verið á móti einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Það er undarlegt þegar tekið er mið af hvernig fyrirtæki hafa vaxið eftir að þau eru seld. Þeir hafa verið á móti öllum stóriðjuframkvæmdum síðustu ára. Það er líka undarlegt þar sem þessar framkvæmdir eiga stóran þátt í 60% kaupmáttaraukningu, 4,5% hagvext á ári, nægri atvinnu og lækkun ríkisskulda. Komist þetta fólk til valda á það eftir að verða okkur dýrt. Ísland er orðið opið land og Íslenskir fjárfestar hasla sér völl um víða veröld og gera góða hluti, þetta hefði aldrei gerst ef vinstri menn hefðu verið við völd síðustu 16 ár. Sjálfstæðisflokkurinn trúir á frelsi einstaklingsins en ekki ríkisrekstur þar sem miðstýring og fjármálasukk viðgangast. Það er staðreynd að einstaklingar eru betur til þess fallnir en pólítíkusar að reka fyrirtæki. Það er munur á t.d Landsbankanum nú með tuga milljarða hagnað en þegar ríkið þurfti að setja stóra peninga inn í hann, og hver skildi nú hafa borgað það? HÁRRÉTT SKATTGREIÐENDUR.
Höldum inn í tuttugustu og fyrstu öldina en ekki aftur í þá nítjándu......
Athugasemdir
Það er eflaust ríkisstjórninni að kenna að menn brjóti lög. Þetta fjármálasukk sem ég er að tala um var þegar pólítískir fulltrúar voru að sólunda peningum án þess að þurfa að svara fyrir það. Var líka kallað sjóðasukk.
Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2007 kl. 21:25
Þegar ég er að tala um pólítíska fulltrúa þá er ég að sjálfsögðu að tala líka um sjálfstæðismenn. get ekki séð á mínum skrifum að ég hafi undanskilið þá. Það er alveg ljóst að fólk fer betur með sitt eigið fé heldur en annara. Þess vegna á að einkavæða ríkisfyrirtæki og láta einstaklingana um að reka þau en ekki pólítíska fulltrúa.
Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.