Krata biblía

Hagkerfisskýrsla Samfylkingarinnar sem Jón Sigurðsson tók saman fyrir þau er eflaust ágæt til síns brúks, sem er að setja út á hagstjórn í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er viðurkent af öllum að tímabundin þensla er í þjóðfélaginu og hvað er þá til ráða samkvæmt þjóðhagfræðinni. Það er að draga úr framkvæmdum í þenslu og auka framkvæmdir í kreppu. Þetta virðast þeir ekki vita sem stjórna Samfylkingunni því þar á bæ stendur ekki til að draga ú framkvæmdum. Þar kemur í ljós aðal mótsögn þessarar krata biblíu. Því að Samfylkingin ætlar ekkert að draga úr framkvæmdum ef tekið er mið af því sem Björgvin G Sigurðsson segir. Hann ætlar að laga samgöngumál víð Vestmannaeyjar, leggja suðurstrandarveg og Það verður tvöfaldaður suðurlandsvegurinn, Sem er reyndar löngu tímabært. Samfylkingin ætlar líka að gera stórátak í velferðarmálum og menntamálum. Þetta sýnir okkur að Samfylkingin hefur mikla trú á hagstjórn núverandi ríkisstjórnar. Og vegna hvers er það? Vegna þess að það er góð hagstjórn á Íslandi og þess vegna hefur verið hægt að framkvæma mikið á síðustu árum ásamt því að greiða níður skuldir ríkissjóðs og lækka skatta. Þettta sá Samfylkingin áður en Jón skrifaði biblíuna. Þessi kosningasnepill er ekki pappírsins virði.

Við höfum aldrei haft það betra.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband