Borg óttans

Ég flaug suður í morgun. Var við setningu 37 landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Geir H Haarde flutti ræðu sína við góðar undirtektir. Þar kom margt áhugavert fram eins og t.d frekari skattalækkanir og minni skerðingar fyrir bótaþega og ýmislegt fleira. Það var gaman að heyra Geir tala um það sem vinstri flokkarnir kalla hagstjórnarmistök, hvernig getur 60% kaupmáttaraukning frá1995 verið hagstjórnarmistök? Hernig getur næg atvinna verið hagstjórnarmistök. Hvenig geta stórfeldar niðurgreiðslur á erlendum skuldum verið hagstjórnarmistök? Mér þætti gaman að sjá verbólgubolana úr vinstri flokkunum gera betur. Þeir lofuðu á tvem mínútum í Kastljósi um daginn upp á samtals 100 milljarða. það eru hagstjórnarmistök að setja kassann á hausinn með loforðum í kosningabaráttu sem ekki er glæta í.

Endaði daginn á að fara á leik KR og Njarðvíkur í úrslitum Iceland Express deildarinnar þar sem KRingar sýndu Njarvíkingum að það er ekki nóg að vera yfir í 38 mínútur, því að KR stal sigrinum í blá lokin og galopnaði þetta einvigi. Enda þetta á yfirskrift landsfundarins.

 

XD-Nýjir tímar-á traustum grunni......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband