Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Á morgun hefst landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Þar koma saman fulltrúar frá öllum svæðum landsins og vinna að stefnumálum flokksins fyrir næstu tvö ár. Þar sem þetta er stærsti flokkur landsins og fjöldinn mikill þá dugar ekkert minna en laugardalshöll undir hópinn. Það er gaman á landsfundi, þar eru tillögur ræddar þar til fólk kemst að samkomulagi og það verður svo það sem flokkurinn vinnur eftir. Það fer fram mikið starf í hinum ýmsu nefndum þar sem ekkert er undanskilið. Maður hittir vini og félaga og kynnist nýjum samherjum, heyrir ný sjónarmið og aðrar áherslur. Ég hlakka til.

XD-Á traustum grunni.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband