Góðar fréttir úr norðvestur kjördæmi

Þetta eru ánægulegar tölur úr nýjustu könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn fær rúm 30% og heldur sínum 3 þingmönnum.  Eins og ég hef sagt þá er baráttan rétt að byrja og ég hef trú á að við bætum enn við þetta fram að kosningum. Framsókn tapar miklu og missa einn mann. Samfylkingin tapar tæpum 8% og missir einn mann, þannig að þeir eru í sama lágfluginu hér og annarsstaðar. VG bætir mikið við sig og er orðin næst stærsti flokkurinn og fær 2 þingmenn. Frjálslyndir tapa og sleggjan kemst ekki á þing. Íslandshreyfingin verður varla flokkur hér fyrir vestan. Þetta hljóta að vera mikil vonbrygði fyrir Samfylkinguna sem virðist vera að glata trausti fólks hér líkt og öðrum kjördæmum.

Fólk veit hvað það hefur en ekki hvað það fær......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Mér finnst þetta afskaplega dapar fréttir og trúi ekki að þetta fari svona. Samgöngumál og atvinnumál eru í slæmum málum á stórum svæðum í kjördæminu, neikvæður hagvöxtur á vestfjörðum og norðurlandi vestra á síðustu 10 ár - við verðum að skipta um - verra verður það ekki.

Eggert Hjelm Herbertsson, 11.4.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband