9.4.2007 | 18:23
Í skugganum
Það er undarleg ákvörðun hjá forystu Samfylkingarinnar að halda landsfund sinn á sama tima og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er aum tilraun til að nota slagkraft stórveldis til að komast upp úr forarsvaðinu sem Samfylkingin hefur verið í undanfarið. Það á ekki eftir að skila neinu því samkrullið fellur algerlega í skuggan af Sjálfstæðisflokknum. Það er ótrulegt hvað á að reyna til að ná athygli fólks, helstu kratar norðurlanda verða heiðursgestir, hélt að þeir sem sitja fundinn væru nokkuð ákveðnir í hvað þeir ætla að kjósa. Samfylkingin ætti frekar að einbeita sér að því að koma með einhverjar tillögur sem vit er í, en ekki bara haga seglum eftir vindi. Það er orðið ljóst að orð Ingibjargar Sólrúnar á Keflavíkur fundinum voru sönn, fólk treystir ekki Samfylkingunni til að fara með völd og því síður formanni hennar, sem er óvinsælasti leiðtoginn samkvæmt könnun Gallup. Spái því að eftir fundina um næstu helgi aukist bilið á milli flokkana ennþá meira.
X-D fyrir trausta stjórnar forystu.....
Athugasemdir
Ég veit ekki af hverju þú ert að gagnrýna þennan fundartíma Samfylkingarinnar - skiptir þetta einhverju máli? Ef Sjálfsstæðismenn eru ekki hræddir við að falla í skuggann, þá eiga þeir bara að fagna þessu, geta sýnt hvað þeir eru fallegir
Eggert Hjelm Herbertsson, 9.4.2007 kl. 18:28
Áttu þá við í samanburði við Samfylkingarfólk eða ?
Ingólfur H Þorleifsson, 9.4.2007 kl. 18:30
Þú ert svo pirraður Ingólfur!!
Karl Jónsson, 10.4.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.