Veðurfræðingar ljúga!

Held svei mér þá að þetta sé rétt hjá Bogomil. Í síðustu viku var spáð leiðinda veðri um páskana hér fyrir vestan, og hvað gerist? Það er búin að vera blíða alla páskana. Í dag er glaða sólskín og ekkert bólar á þessu veðri sem átti að koma á laugardag. Það er spurning hvað fólk tekur orðið mikið mark á þessum "fræðingum". Hvernig væri hjá þessu fólki að fara í tíma hjá gamla fólkinu á Dalvík og læra að lesa í veðrið upp á gamla mátan. Það er örugglega árangursríkara en nútíma tæknin.

Legg til að þið takið upp starfsheitið veðurgiskarar........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband