Óvinsæl

Það kemur fram í könnun frá gallup sem var birt í dag að Ingibjörg Sólrún er óvinsælasti stjórnmálaleiðtoginn. Ekki er  ég hissa á því. Samfylkingin er búin að vera á hraðri niðurleið undanfarin misseri og það er ljóst að Ingibjörg er ekki sá leiðtogi sem vinstri menn töldu. Held svei mér þá að Össur hafi verið skömminni skárri af tvem slæmum kostum. Það verður gaman að sjá hvernig Össur túlkar þessa könnun, hann hefur nefnilega tilhnegingu til að lesa allt annað út úr svona könnunum en annað fólk. Þetta flug sem hann talar um hlýtur að vera það frjálsa fall sem Samfylkingin hefur verið í undanfarin misseri.

Þetta sér hver maður Össur....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband