Körfubolti

Nú er karlinn þreyttur. Var að spila í páskaeggjamótinu okkar í dag. Mótið er tveir á tvo og mikil átök. Ég spilaði með Pance leikstjórnandanum okkar og við vorum bara nokkuð öflugir( eða hann ölluheldurSmile) Við unnum fjóra leiki í riðlakeppninni og töpuðum einum og spiluðum til úrslita við Baldur Inga og Hauk bróðir hans og það er skemmst frá því að segja að þeir eru jafn eitraðar þriggjastiga skyttur og hittu úr fyrstu 7 skotunum og þar með var þetta búið, ekki það að maður hafi átt von á að spila til úrslita. Það var mjög góð þátttaka og ég er ekki frá því að karfan sé á uppleið hjá okkur hér fyrir vestan. Þarna mátti sjá bæði fyrrverandi, núverandi og tilvonandi leikmenn KFÍ bæði í karla og kvennaflokki. Þetta var mjög gaman og og frábær dagur.

Lífið er körfubolti........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú getað tekið nokkra þriggja stiga fyrir þig hefði manni verið boðið.

oddur a hannesson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband