25.3.2007 | 10:47
Landsliðið í knattspyrnu
Nú í vikunni valdi Eyjólfur Sverrisson hópinn sem mætir Spánverjum. Það fyrsta sem vekur athygli er að Heiðar Helguson gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum, ókey hann hefur sjálfsagt góðar ástæður fyrir því, en hvað gerist þá. Hinn nýkjörni formaður KSÍ og afkvæmi þess gamla sér ástæðu til að lýsa því yfir að Heiðar leiki trúlega ekki meira með liðinu í þessari keppni. Hvaða hroki er þetta hjá þessum mönnum, halda þeir að úrvalið sé svona mikið að þeir geti refsað leikmönnum sem er ekki sammála öllu sem þeim dettur í hug. Við munum eftir því þegar Eggert setti Guðna Bergs út úr liðinu, besta varnarmann Íslands og hann var út í kuldanum í fjögur ár, og fyrir hvað. jú hann var ekki sammála því sem topparnir vildu. Það hafa kannski einhverjir búist við að það yrði breiting á stjórnarháttum hjá KSÍ með nýjum formanni en svo er ekki. Það er alveg ljóst að á meðan þessir menn gera þetta svona þá næst enginn árangur. Eftir öll árin sem Eggert stjórnaði stendur það eftir að sambandið á svolítið af peningum en landsliðið er í kringum 90 sæti á heimslistanum, Eþíópía er í næsta sæti á eftir okkur, man einhver eftir þeim í fótbolta? Það hafa síðan nokkrir sterkir leikmenn dottið út og aðrir komið inn og vonandi að við höfum eitthvað í Spánverja sem unnu frændur okkar frá Danmörku í gær.
Áfram Ísland.............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.