24.3.2007 | 08:47
Íþróttir
Var að hlusta á hana Þórdísi Gísladóttur í gær, og í hennar máli kom fram að þeir sem starfa fyrir íþróttahreyfinguna í stjórnum og ráðum er rúmlega 16000 manns, þeirra vinna er metinn á 5-7 milljarða á ári. En það sem hún sagði Um kosnað ríkisins við fíkniefnaungling annarsvegar og íþróttaungling hinsvegar er sláandi. 18-28 þúsund á ári fyrir íþróttaunglinginn en 100 sinnum meira fyrir fíkniefnaunglinginn 1.7-2.3 milljónir. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja mikið meira í íþróttahreyfingunna. Við vitum öll hversu mikilvægt er að börn og unglingar æfi einhverja íþrótt. Í þessum málum þyrfti að gera stórátak ÍSÍ-UMFÍ og ríkið setja meiri pening í íþróttamálin og losna þannig við fíkniefnin. Það er líka sláandi í máli Þórdísar að helmingur allra framlaga til íþróttamála fari til reksturs mannvirkja. Þessu þarf líka að breita, svo að allir peningarnir skili sér inn í starfið.
Heilbryggð sál í hraustum líkama..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.