Þráhyggja Jóhönnu

Fráfarandi formaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir notaði tækifærið í ræðu sinni á

jóga

 flokksþingi sem nú stendur yfir að lýsa því yfir að Samfylkingin væri nú í stríði við Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma birtast kannanir sem sýna að flokkurinn er í frjálsu falli eftir formannstíð Jóhönnu, og í raun stefnulaust rekald í Íslenskum stjórnmálum. Þessi mikla vonarstjarna samfylkingarfólks sem átti að rífa flokkinn upp í þá stærð sem vinstri mönnum hefur aðeins dreymt um hefur heldur betur reynst verri en engin. 

Það er kómískt að sjá hvernig Jóhanna er gagntekin af Sjálfstæðisflokknum. En það er líka ljóst að á meðan Jóhanna hefur ekki verið í nokkru sambandi við þjóð sína síðustu fjögur ár, þá hafa gjörðir hennar og VG orðið til þess að fólk kýs nú Sjálfstæðisflokkinn með glöðu geði.  Þannig má segja að þessi þráhyggja hennar sé að koma Sjálfstæðisflokknum á kortið aftur eftir sögulega lægð í síðustu kosningum. 

En það sem Jóhanna gleymdi að minnast á er að hennar tími er blessunarlega liðin í Íslenskum stjórnmálum. Nýr formaður tekur við flokknum í dag, og með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Hef ekki nokkra trú á að ef flokkurinn verður í aðstöðu til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í vor þá muni nokkur hræða innan hans eftir síðustu ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hennar tími er liðin ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband