21.8.2012 | 06:47
Nú segir af boltasparki
Mikið er nú gaman að Enski boltinn er farinn af stað að nýju eftir snarpt sumarfrí. Það var með óttablandinni eftirvæntingu sem ég settist við sjónvarpið á laugardag þegar fyrstu leikirnir fóru af stað. Eins og alltaf erum við stuðningsmenn Liverpool uppfullir af væntingum eftir nokkur mögur ár, á meðan okkar helstu andtæðingar hafa raðað inn bikurum.
En til að vera ekkert að flækja þetta þá byrjar Liverpool frekar illa þetta haustið og tapaði 3-0 fyrir WBA. Ekki var það nú til að gera helgina sem besta hjá mér, enda smávegis eftirhretur af golfmóti/grillveislu enn að plaga mann frá kvöldinu áður (timburmenn).
Enn ég get lofað ykkur að þetta var allt gleymt um leið og litla liðið frá bítlaborginni skellti Manchester United í gærkvöld við mikinn fögnuð í mínum sófa !!
Já gott fólk Enski boltinn er byrjaður að rúlla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.