7.8.2012 | 18:48
Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
Eftir að ég stoppaði í Búðardal í síðustu viku á ferðalagi fjölskyldunnar vill ég ráðleggja öllum ferðamönnum að koma alltaf saddir þangað. Ef það gengur ekki þá borgar sig að keyra svangur í Borgarnes eða Hólmavík eftir því á hvaða ferð Þú ert.
Við vorum semsagt á ferðinni uppúr hádegi og ákváðum að fá okkur að borða í söluskála Samkaup/Strax. Þrátt fyrir að staðurinn væri nánast tómur þá tók óra tíma að fá afgreiðslu. Þegar hún hinsvegar fékkst þá kom nú margt undarlegt í ljós. Fyrir valinu varð fjölskyldutilboð sem inni hélt 4 hamborgara, franskar, sósu og 2 lítra pepsi. Pepsi var ekki hægt að fá kalt í Búðardal ! En ef við vildum þá var hægt að fá gos úr vél. Það reyndist hinsvegar alveg flatt og ódrekkandi. Við tókum því aftur flöskuna volgu og gátum grátið út klaka.
Maturinn kom svo eftir ekki svakalega langan tíma. Hann var ekki upp á marga fiska. Kartöflurnar hálfsteiktar, brauðið hart og þessi máltíð skilur ekkert eftir í minningunni annað en pirring.
Eftir þessa reynslu hef ég lagst í smá rannsóknarvinnu og komist að því að fjöldi fólks hefur sömu sögu að segja af þessari sjoppu. Þetta hefur rifjað upp ferðalag sem ég fór í sem barn og pabbi ætlaði að kaupa mat í Hreðarvatnsskála. Þjónustan þar var slík að hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni hafa mér vitanlega ekki verslað þar síðustu 30 árin.
En það sem eftir stendur hjá okkur eftir þetta stopp er það að Samkaup/Strax í Búðardal þarf að taka sig all verulega á til að við fáum okkur að borða þar aftur.
Nú hefur mér verið bent á að það er Samkaup en ekki N1 sem rekur þennan matsölustað í Búðardal, og hef ég því breytt blogginu.
Athugasemdir
Það er af sem áður var, þegar þjónustan og maturinn í sjoppunni í Búðardal var með þeim hætti að nánast þótti glæpur að aka þar um án þess að fá sér einn hammara.
Núna er nánast sama hversu svangur maður er, þar er ekið í gegn án þess svo mikið sem láta sér detta í hug að stoppa, hvað þá að gera tilraun til að éta það sem boðið er upp á.
Gunnar Heiðarsson, 7.8.2012 kl. 20:00
Þá er rétt, fyrir þá sem eru mjög svangir þegar þeir eiga leið um Búðardal, að benda á að ekki þarf að aka alla leið á Hólmavík eða í Borgarnes, til að fá góða máltíð.
Fyrir þá sem eru á norðurleið, er hægt að stoppa á Skriðulandi og hinir sem aka suður geta stoppað í Baulunni. Báðir þessir staðir bjóða upp á ágætis máltíðir, þó úrvalið sé þó öllu meira á Skriðulandi.
Það þarf því einginn að svelt til dauða þó ekki sé stoppað í Búðardal!
Gunnar Heiðarsson, 7.8.2012 kl. 20:04
Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn.
Sjái hann laufblað FÖLNAÐ EITT,
fordæmir hann skóginn.
Aðalsteinn Egill Traustason, 7.8.2012 kl. 21:13
Kastar fram stöku stöku
styður sitt eigið val.
Sleppir hann köku, köku,
er kemur í Búðardal.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.8.2012 kl. 21:49
Já segðu,þetta höfum við einmitt lent í þarna í Búðardal,enda er gefið í gegnum Búðardal,fara frekar yfir Laxárdalsheiðina í Staðarskála þó þeir séu ekki upp á marga fiska,en allt er betra en Búðardalur
Ólafur Unnarson, 12.8.2012 kl. 01:23
Ég hef margar góðar sögur að segja af mat og viðurgjörningi í Búðardal.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.8.2012 kl. 10:09
Ég get tekið undir þetta hjá bloggaranum - fór þarna í sumar - ekki vantaði starfsfólkið, nóg af því, en það var hins vega lengi að afgreiða - dró á eftir sér lappirnar. Beið heillengi við borðið að fá afgreiðslu til að kaupa tilbúina samloku.
Aprílrós, 16.8.2012 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.