14.12.2011 | 22:03
Atvinnubótaþegar !
Undra mig oft á því hvers vegna í ósköpunum fólk kemur sér ekki út á land að vinna frekar en að lepja dauðan úr skel á SV-horninu. Er kannski málið að fólk er bara nokk sátt við að sitja heima og fá bæturnar einu sinni í mánuði. Er á því að bætur til atvinnulausra séu of háar miðað við lægstu laun, sem reyndar er vegna þess að lægstu laun eru allt of lág. Fjöldi námskeiða er í boði fyrir atvinnulausa. Fólk fær frítt í ræktina, sund og ýmislegt annað sem stendur vinnandi fólki ekki til boða. Þegar upp er staðið svarar það ekki kostnaði að vera á vinnumarkaði þegar aðeins munar nokkrum þúsundköllum á launum og bótum. Kostnaðurinn við að koma sér í vinnuna, borga leikskólann fyrir börnin og ýmislegt annað er svo kornið sem fyllir mælirinn.
Þetta er mjög slæm þróun, og við erum að koma allt of mörgum uppá það að verða atvinnu bótaþegar. Á sama tíma má lesa fjöldan allan af atvinnuauglýsingum sem fáir hafa áhuga á að nýta sér.
#afbótumútaðvinna
Atvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri Ingólfur.
Við öll teljum að aðstæður annar séu svipaðar okkar eiginn, það er bara mannlegt. Ég er atvinnulaus og fer bráðum að klára minn rétt. Þar sem ég hef tvisvar áður búið erlendis væri það mér ekki stórt mál. En ég get það bara ekki vegna fjölskildu aðstæðna. Í mínu tilfelli tók ég að mér tvö börn og ég get ekki lagalega farið með þau úr landi. Auk þess sem ég gæti ekki gert þeim að tæta þau upp og setja niður í ókunnugt umhverfi. Maðurinn minn hefur vinnu sem er örugg og hingað til höfum við getað borgað allar okkar kvaðir. Þar sem það eru 111 á lista yfir atvinnulausa þá tel ég að ég muni ekki fá vinnu á næstunni. Og ekki er það auðveldara fyrir bókara því að ný útskrifaðir viðskiptafræðingar taka flest sem losnar. En ég er líka lærður Iðnhönnuður og þar er ástandið verra. Nú hversvegna stofna ég ekki bara eigið fyritæki. Jú ég hef verið að gera plön með það en þá lendi ég á vegg, ég er búinn að vera of lengi atvinnulaus og það gengur illa á fá lán til að stofna fyrirtæki. Og þá spir þú hversvegna maður fær bara ekki eitthvað af öllum þessum styrkjum sem eru í boði. Vandinn er að ég bý á höfuðborgarsvæðinnu og næstum allir styrkir eru fyrir landsbygðinna. Núna síðustu viku fékk ég tvær neitanir um styrk og þegar ég skoðaði hver hefði fengið stæðsta styrkinn þá voru það ÍAV og læknir á miljónkróna launum. Kaldhæðni örlagana er sú að ég vann í gamladaga við að færa risnu-reikninginn hjá IAV.
Annar maður sem ég þekki er orðin 58 ára og móðir hans á um ár eftir að lifa, hann getur heldur ekki farið erlendis, en hann hefur líka lært erlendis eins og ég. Ég giska á að af þeim sem eru atvinnulausir er ekki nema um 20% fær um að fara erlendis og helmingurinn af þeim er farinn, en það eru ekki allir búnir að færa lögheimili sitt vegna fjölskyldu eða annars.
Svo er hinir sem hafa ekki lengur pening eftir til að gera neitt. Eru ekki á bótum og eru að tíma flöskur fyrir mat, of stortir til að fara á bæinn.
Nú hvað með allar þessar auglýsingar um vinnu. Þá er staðan sú að það er búið að ráða í flest allar á vegum bæjarinns, en samkv. lögum þarf að auglýsa. Ég hef fengið eitt símtal á tveim árum og ég þakkaði konunni innilega fyrir að hringja í mig þó að hún hefði gert það til að segja mér að ég fengi ekki það sem ég hafði sótt um. Staðan mín var sú fyrir ári að ég las ekki tölvupóstinn minn nema einu sinni í viku, því að við hverja neitunn varð ég svo döpur að það eiðilagði daginn fyrir mér. Þér finnst eflaust þetta væl og þess vegna eru margir sem segja ekki frá vandanum sem þeir eru staddir í, þeim langar ekki í fordæmingar og langar ekki til að fá vorkun.
En með mig ég finn alltaf lausn og ég ætla að stofna minn litla fyrirtæki, og eftir nokkra mánuði munt þú sjá mig kynna nýtt App fyrir síma og þig mun aldrei gruna hver staða mín er búin að vera í raun. Svo bið ég forrláts á stafsetningar villunum. Hafðu svo góðan dag.
Kær kv.
M
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.12.2011 kl. 10:30
111 atvinnu lausir kennarar ætlaði ég að segja.
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.12.2011 kl. 10:33
Svo bendi ég þeim sem eru búnir með bóta réttin sinn á og búsettir eru í hafnarfyriði, að Rauðakrossin býður upp á súbbu í hádeginu á föstudögum. Aðrir sem ekki eru lengur á bótum geta auðvitað ekki notið þess, þar sem þeir hafa ekki fyrir bensíni og þeir hafa mist bæði rétt á strætó og sundkortinn sín. Enda ekki lengur í tölu atvinnulausra.
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.12.2011 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.