Send á Litla-Hraun

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þeim hræðilega verknaði sem þessi ólánssama stúlka er grunuð um. Því síður ætla ég að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessum málum. En er það bara ég sem er á því að þessa aumingjans stúlku vanti eitthvað annað en að verða lokuð inni í litlum gluggalausum klefa.

 Tel nokkuð ljóst að vistun á viðeigandi sjúkradeild sé eitthvað nærri lagi. 


mbl.is Unga konan útskrifuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirvöld eru ekki í lagi og það þarf enga sérfræðinga til að sjá það að alvarleg siðblinda er eins og kvef í samanburði við það sem er að hjá fólki sem stjórnar þessari meðhöndlun á stúlkunni.

Það er ekkert í málinu sem réttlætir svona meðhöndlun og skildi það vera að það stæði í einhverri lagabók í landinu, þarf bara breyta lögunum eða bara hendið henni í sömu ruslafötu og biblían fór í þegar gamla kirkjan á íslandi missti völdinn...annars þarf enga dómara lengur...

Glæpurinn sem íslensk yfirvöld drýgja með þessu móti er miklu stærri enn stúlkunar...og það skilja að sjálfsögðu ekki íslensk yfirvöld.

Óskar Arnórsson, 6.7.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Nú langar mig að spyrja... af hverju á hún meira skilið að gista á spítala, frekar enn í gæsluvarðhaldi?

Sumir segja kannski að hún hafi þjáðst af tímabundinni sturlun og þurfi að sæta frekari geðrannsókn en mig langar að benda á einn hlut.

Stúlkan leyndi þungunn sinni út alla meðgönguna. Það er ekki auðveldur hlutur. Ekki einu sinni unnusti hennar vissi af barninu, samkvæmt vitnisburði hans. Sé það rétt, teldist það vera mjög góð ástæða til að áætla um að mjög meðvitaðri ákvörðun um að bera barnið út hafi verið ákveðin með mjög góðum fyrirvara. Það er ekki hegðun manneskju sem þjáist að tímabundinni sturlun.

Svo að af hverju er meðhöndlun yfirvalda á þessu máli stærri glæpur enn skipulagt morð?

Einar Örn Gissurarson, 7.7.2011 kl. 10:56

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það er þetta sem ég á einmitt við Einar Örn. Sumt fólk virðist lifa á annari plánetu enn flest fólk og margir þeirra verða saksóknarar og foringjar dómsmála.

Það má benda á að hommar eru hengdir í Íran og konur grýttar því þar er það normalt. Það er normalt af því að það stendur í Kóran að svona eigi það að vera. Og flest fólk meðal almenning er reyndar sammála því...

Sami kúltur er á íslandi og þá er saksóknar málsins frægur fyrir þá hugsun..

Óskar Arnórsson, 7.7.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Hvað í ósköpum ertu að fara hérna? Ég bendi á að við séum að tala um manneskju sem bar út barn hérna og þú ert óbeint að bera mig saman við einhvern sem tekur homma af lífi og grýtir konur!?

Það eru svo lítil rök hjá þér að bera saman aftökur úr öfgatrúarsamfélagi og gæsluvarðhaldi á þessari konu að ég nenni ekki einu sinni að þræta það. Í guðs bænum maður ef þú vilt virkilega bera þetta við eitthvað, nefndu þá harkaleg vinnubrögð í dómskerfi bandaríkjanna eða eitthvað sambærilegt. Vertu ekki með þetta bull.

Og vertu svo ekki hissa ef fólk tekur ekki mark á þér, þegar þú byrjar mál þitt á því að halda því fram að það sé allveg út úr heiminum. Ókurteisi kemur manni ekkert áfram. Eitthvað sem margir ættu að átta sig á.

Einar Örn Gissurarson, 7.7.2011 kl. 16:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú spyrð Einar Örn: "Nú langar mig að spyrja... af hverju á hún meira skilið að gista á spítala, frekar enn í gæsluvarðhaldi?"

Sjálf spurninginn ber vott um heimsku og og skilningsleysi. Það á ekkert skylt við ókurteisi.

Ef heimskt fólk og vanþroskað eins og Jón H. Snorrason saksóknari sem kom með kröfu um gæsluvarðhald yfir þessari konu fær síðan stuðning fólks eins og þín, þá er engin ókurteisi að benda á samanburðin í samskonar hugsunarhætti annara landa eins og Íran, USA og víða annarstaðar.

Heimsku má ekki styðja með að heimta kurteisi á vitlausum tíma. Ég er ekkert í neinum vafa um að þú sért kurteis að upplagi.

Svo berðu fram skoðun um eitt mál og kemst að því að þú ert heimskur á enn einu sviðinu og hver er ekki það?

Óskar Arnórsson, 8.7.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband