Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !

Í nýjasta blaði fiskifrétta lýsir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi þingmaður og togaraskipstjóri þeirri skoðun sinni að veiða eigi mun meira úr þorskstofninum en Hafró leggur til. Þessi sami Guðjón Arnar hefur einmitt verið helsti ráðgjafi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra undanfarin misseri. Ráðherrann sér ekki ástæðu til að hlusta á sinn helsta ráðgjafa, heldur lepur upp glórulausa exelútreikninga fiskifræðinganna hjá Hafró og leggur til nákvæmlega það sem þeir segja.

Það er ekki merki um neitt nema kjarkleysi ráðherranns nú þegar allt er fullt af þorski um allan sjó. Til hvers í fjandanum eru menn að ráða sér ráðgjafa ef ekkert er hlustað á þá. Það er orðið þjóðþrifamál að losna við þennan huglausa furðufugl úr ráherraembættinu ekki seinna en strax. Þessi ákvörðun nú, og frumvarpsómyndin sem hann lagði fram í lok þings taka af allan vafa um að maðurinn sé hæfur í embætti.


mbl.is Þorskkvótinn 177.000 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Golli.

Ekki ætla ég að deila við þig um lýsingarorð þau sem þú notar um sjávarútvegsráðherrann.  Hinsvegar er ágætt að þú og aðrir samflokksmenn þínir munið það að í samanburði við forvera sinn, er Jón Bjarnason stríðshetja.  Einar Kr. er líklega það versta sem gerst hefur fyrir sjávarútveg á Íslandi.  En þú veist það líklega, enda nokkuð skynsamur :)

Sigurður Jón Hreinsson, 5.7.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég sé að Golli er í ljómandi góðu skapi .....

Níels A. Ársælsson., 6.7.2011 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband