Fallinn með 4,9

Það er nú meira hvað blessuðu fólkinu ætlar að ganga vel að koma þessum breytingum á kvótakerfinu í framkvæmd. Nú hefur hópur sérfræðinga sem ráðherrann sjálfur fékk til að gera úttekt á frumvarpinu gefið því falleinkunn. Ráðherrann og formaður sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar láta ekki ná í sig vegna málsins, eðlilega. Það hlýtur að vera fátt um svör þegar svona dómar liggja fyrir.

Vissulega eru vankantar á núverandi kerfi sem ekki er vanþörf á að sníða af. Allt sem kallast getur brask á ekkert heima í sjávarútvegi frekar en öðrum rekstri. Þeir sem vilja gera út og veiða fisk eiga að fá að gera það á sem hagkvæmastan hátt. Hinir sem eru í greininni á öðrum forsemdum eiga að gera eitthvað annað. Sáttanefndin hafði komist að ágætis niðurstöðu um leiðir, en forystumenn þessa málaflokks ætla sér að hundsa það sem þar kom fram og keyra þetta frumvarp í gegn pólitískt.

Það síðasta sem greinina vantar nú eru rómantískar atkvæðatillögur eða pólitísk afskipti með ráðherraalvaldi. Það á að henda þessu frumvarpi, enda handónýtt.


mbl.is „Frumvarpið fær falleinkunn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Í mínu ungdæmi hefði verið sagt um verk núverandi ríkisstjórnar ." Það er allt á sömu bókina lært."

Ragnar Gunnlaugsson, 18.6.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Golli.

Núverandi kerfi er handónýtt og ætti með sömu rökum að henda á ruslahauga sögunnar. 

Ef það kallast rómantík að vilja búa úti á landi, þá kýs ég rómantíkina fram yfir speki hagfræðinganna.  Valdið sem felst í úthlutun veiðiheimilda er síst betur fyrir komið hjá einkaaðilum en hjá ráðherrum, enda þarf ráðherra þó alltaf að svara fyrir gjörðir sínar í kosningum, en einkaaðilar gera bara það sem þeim sýnit.

Upptök vitleysunnar eru þó alltaf komin frá Hafró.  Eftir fundinn á fimmtudaginn er ég bara staðfastari í þeirri trú.  Mennirnir eru hreinlega úti á þekju, fastir í einhverjum Exel-æfingum.

Sigurður Jón Hreinsson, 19.6.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband